Innlent

Innlendir aðilar á fund Impregilo

Fundur sem verktakafyrirtækið Impregilo boðaði til með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og fulltrúum ítalskra og íslenskra verkalýðshreyfinga hófst klukkan níu. Tilgangur hans er óljós. Fyrr í morgun hittust fulltrúar íslenskra verkalýðsfélaga og fulltrúar Alþjóðasambands byggingarverkamanna þar sem farið var yfir gildandi lög hér á landi og samninga við Impregilo.  Klukkan hálftólf hefur Impregilo boðað til blaðamannafundar til að skýra málstað sinn. Þrír fulltrúar frá ítölskum verkalýðsfélögum og yfirmaður Alþjóðasambands byggingarverkamanna skoðuðu í gær Kárahnjúkasvæðið og aðbúnað verkafólks þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×