Lögmenn Saddams yfirgáfu dómsalinn 6. desember 2005 03:00 Fúkyrðaflaumur. Hálfbræðurnir Saddam Hussein og Barzan Ibrahim sögðu dómurunum til syndanna í gær. Saddam Hussein og hans menn héldu uppteknum hætti við réttarhöldin yfir sér í gær og véfengdu lögmæti dómstólsins. Verjendur sakborninganna yfirgáfu salinn þegar erlendum lögmönnum Saddams var bannað að ávarpa réttinn og frestaðist dómhald um stund vegna þess. Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samstarfsmönnum hans var í gær en þeim er gefið að sök að hafa látið myrða 143 sjía í bænum Dujail sumarið 1982 í hefndarskyni fyrir misheppnað banatilræði við forsetann. Enn einu sinni sló í brýnu á milli sakborninga og dómara og mátti vart á milli sjá hver hefði völdin í salnum. Kveikjan að illindunum í gær var synjun Rizgar Mohammed Amin aðaldómara á beiðni verjendanna að Ramsey Clark, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og Najib al-Nueimi, fyrrum starfsbróðir hans í Katar, fengju að ávarpa réttinn. Þá stóðu upp Saddam og hálfbróðir hans, Barzan Ibrahim, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, og hrópuðu "lengi lifi Írak, lengi lifi ríki araba". Þrútinn af bræði bætti Ibrahim við: "Hvers vegna takið þið okkur ekki bara strax af lífi og hættið þessum skrípaleik?" Eftir að lögmennirnir gengu út var gert hlé á dómhaldi en hálfri annarri klukkustund síðar tilkynnti Amin að hann myndi heimila Clark og al-Nueimi að taka til máls. Clark lagði í ræðu sinni áherslu á þýðingu þess að rétturinn nyti trausts Íraka. "Þessi réttarhöld geta sameinað eða sundrað. Þau munu auka á sundrungina í Írak frekar en að sameina landsmenn ef þeir álíta þau ekki hafin yfir allan vafa." Al-Nueimi benti á að þar sem að dómstóllinn hefði verið stofnsettur þegar Írak var hernumið land hlyti hann að vera ólögmætur. Fyrsta vitnið kom fyrir réttinn í gær, Ahmed Hassan Mohammed, íbúi í Dujail. Hann greindi frá fjöldahandtökum dagana eftir banatilræðið misheppnaða og kvaðst hann hafa séð lík af níu vinum sínum þar sem honum var haldið. Mohammed atyrti svo Ibrahim fyrir að láta myrða unglingspilt. "Farðu til helvítis," svaraði Ibrahim. "Þú og þínir niðjar munu fara til helvítis," sagði Mohammed þá. Erlent Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Saddam Hussein og hans menn héldu uppteknum hætti við réttarhöldin yfir sér í gær og véfengdu lögmæti dómstólsins. Verjendur sakborninganna yfirgáfu salinn þegar erlendum lögmönnum Saddams var bannað að ávarpa réttinn og frestaðist dómhald um stund vegna þess. Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samstarfsmönnum hans var í gær en þeim er gefið að sök að hafa látið myrða 143 sjía í bænum Dujail sumarið 1982 í hefndarskyni fyrir misheppnað banatilræði við forsetann. Enn einu sinni sló í brýnu á milli sakborninga og dómara og mátti vart á milli sjá hver hefði völdin í salnum. Kveikjan að illindunum í gær var synjun Rizgar Mohammed Amin aðaldómara á beiðni verjendanna að Ramsey Clark, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og Najib al-Nueimi, fyrrum starfsbróðir hans í Katar, fengju að ávarpa réttinn. Þá stóðu upp Saddam og hálfbróðir hans, Barzan Ibrahim, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, og hrópuðu "lengi lifi Írak, lengi lifi ríki araba". Þrútinn af bræði bætti Ibrahim við: "Hvers vegna takið þið okkur ekki bara strax af lífi og hættið þessum skrípaleik?" Eftir að lögmennirnir gengu út var gert hlé á dómhaldi en hálfri annarri klukkustund síðar tilkynnti Amin að hann myndi heimila Clark og al-Nueimi að taka til máls. Clark lagði í ræðu sinni áherslu á þýðingu þess að rétturinn nyti trausts Íraka. "Þessi réttarhöld geta sameinað eða sundrað. Þau munu auka á sundrungina í Írak frekar en að sameina landsmenn ef þeir álíta þau ekki hafin yfir allan vafa." Al-Nueimi benti á að þar sem að dómstóllinn hefði verið stofnsettur þegar Írak var hernumið land hlyti hann að vera ólögmætur. Fyrsta vitnið kom fyrir réttinn í gær, Ahmed Hassan Mohammed, íbúi í Dujail. Hann greindi frá fjöldahandtökum dagana eftir banatilræðið misheppnaða og kvaðst hann hafa séð lík af níu vinum sínum þar sem honum var haldið. Mohammed atyrti svo Ibrahim fyrir að láta myrða unglingspilt. "Farðu til helvítis," svaraði Ibrahim. "Þú og þínir niðjar munu fara til helvítis," sagði Mohammed þá.
Erlent Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira