Innlent

Helmingur andvígur framboði

Aðeins 28 prósent þeirra sem tóku þátt í nýlegum Þjóðarpúlsi, skoðanakönnunar á vegum Gallup, eru hlynntir framboði Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Rúmur helmingur þjóðarinnar eða 53 prósent eru andvíg framboðinu. Nítján prósent tóku ekki afstöðu. Munur reyndist á afstöðu ef litið var til stjórnmálaskoðana, en hlutfallslega fleiri þeirra sem sögðust kjósa Framsóknarflokk voru hlynntir framboðinu en þeirra sem sögðust kjósa Sjálfstæðisflokk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×