Innlent

Réttindalaus og ölvaður

Sautján ára piltur velti jeppabifreið á veginum norðan Breiðabakka í Vestmannaeyjum og er bifreiðin talin ónýt en pilturinn slapp lítið meiddur líkt og jafnaldri hans sem var með í för. Pilturinn hafði tekið bifreiðina í leyfisleysi en hann er ekki kominn með ökuréttindi. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er hann einnig grunaður um að hafa verið ölvaður við aksturinn og bendir flest til þess að hann hafi ekið mun hraðar en leyfilegt er á þessum stað. Piltarnir gengu til byggða af slysstað og voru því næst sendir til aðhlynningar á sjúkrahúsið en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×