Innlent

Brotið á rétti foreldra

Ríkið hefur oftsinnis brotið á rétti foreldra í umgengismálum að mati kandidats við lagadeild Háskóla Íslands. Dæmi eru um að vel á fjórða ár hafi liðið án þess að faðir hafi fengið að sjá barnið sitt, þrátt fyrir að fólk eigi rétt á skjótri meðferð hins opinbera í umgengnismálum. Helgi Áss Grétarsson, varði í dag kandidatsritgerð sína um umgengnisrétt foreldra við börn sín. Við vinnslu ritgerðarinnar skoðaði hann 302 umgengnismál hjá sýslumanninum í Reykjavík á árabilinu 2002 til 2003, auk rúmlega fjörtíu mála hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Helgi segir að það sem honum þyki merkilegast sé stjórnvöld taki gríðarlega langan tíma í að komast að efnislegri niðurstöðu, á meðan á engin umgengni sér stað og barn fjarlægist foreldri sitt. Á þeim tíma sem skoðaður var tók það að meðaltali níu mánuði að fá úrskurðað um umgengisrétt hjá sýslumanninum í Reykjavík. Eins var meðaltalið níu mánuðir hjá ráðuneytinu. Helgi segir að kerfið bjóði upp á að fólk láti ekki umgengnisforeldrið hitta barnið sitt svo árum skiptir. Helgi segir ásættanlegt að bíða þyrfti í sex mánuði eftir úrskurði frá sýslumanni og einn til tvo mánuði hjá ráðuneytinu. Lögin eru að mörgu leyti óheppilegt, það gerir ráð fyrir að málin séu eins og hvert annað stjórnsýslumál. Helgi segir líka mikilvægt að vitundavakning verði um umgengisrétt í samfélaginu. Of algengt sé að foreldar sem reyna að koma í veg fyrir umgengni eigi fjölda bandamanna án þess að raunveruleg rök liggi að baki. Oft er fullyrt að eitthvað hafi átt sér stað sem er erfitt að sanna og afsanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×