Innlent

Erill hjá lögreglu í nótt

Jeppabifreið hafnaði utan vegar á sunnanverði Heimaey seint í gærkvöld. Tveir piltar sem voru í bílnum voru fluttir á heilbrigðisstofnun Vestamannaeyja þar sem þeir eru enn. Þeir eru þó ekki sagðir alvarlega slasaðir. Ökumaður bifreiðarinnar er réttindalaus sökum aldurs. Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík. Mikill mannfjöldi safnaðist saman í miðbænum og var töluvert um pústra en níu manns gistu fangageymslur lögreglunnar. Þá var ekið á gangandi vegfaranda á Breiðholtsbraut um klukkan þrjú í nótt og var maðurinn fluttur fótbrotinn á slysadeild. Sex ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur. Á Ísafirði var nóttin fremur róleg en þó þurftu tveir menn að sofa úr sér í fangageymslum lögreglunnar eftir næturbröltið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×