Innlent

Veikindin erfiðust

Forstöðumenn ríkisstofnana telja sig helst þurfa að leita sérfræðiaðstoðar til skýringar á kjarasamningum þegar kemur að launagreiðslum vegna veikindaleyfa starfsmanna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins gerði meðal forstöðumanna. Annað sem vefst helst fyrir forstöðumönnum eru tryggingar og launasetningar. Það sem vafðist minnst fyrir þeim var hvernig skyldi útfæra vaktavinnu og laun á ferðalögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×