Innlent

Hafa litla trú á Genfarsamningnum

Einungis þrettán prósent Íslendinga telja að Genfarsamningarnir veiti fólki vernd á stríðstímum, einungis Norðmenn hafa minni trú á þeirri vernd sem sáttmálinn veitir. Afganar hafa mesta trú á samningunum, 74 prósent telja hann veita fólki vernd á stríðstímum. Þetta er niðurstaða fjölþjóðlegrar könnunar á því hversu vel fólk kannast við Genfarsamninganna og trú fólks á samningunum. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum höfðu heyrt um Genfarsamningana samkvæmt könnuninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×