Innlent

RJF hópur fær liðsauka í BNA

Vonir standa til að Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í stofufangelsi í Bandaríkjunum frá 1997 og á eftir tvö ár af tíu ára fangelsisdómi, fái að koma til Íslands á næstu vikum. Þriggja manna sendinefnd RJF hópsins, sem berst fyrir frelsun Arons, heldur um miðjan næsta mánuð til Texas. "Okkur hefur borist mikilsvirtur liðsauki sem ætlar að leggjast á árar með okkur," segir Einar S. Einarsson, talsmaður RJF og vísar til þess að virtur lögfræðingur í Bandaríkjunum af íslenskum ættum, Knut S. Johnsson, ætli í sjálfboðavinnu að beita sér fyrir frelsun Arons. Knut er sonur fyrrum ræðismanns Íslands í Chicago.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×