Innlent

Dró skútu til hafnar

Björgunarskipið Björg á Rifi sótti um miðjan dag í gær franska skútu sem flækt hafði netadræsu í skrúfu hjá sér. Að sögn Landsbjargar var veður gott og sóttist björgunin vel, en skútuna hafði rekið nokkuð nærri landi þegar að var komið. Tveir voru í áhöfn skútunnar sem er um sex metra löng. Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem björgunarsveitin á Rifi aðstoðar franska skútu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×