Innlent

Hafa litla trú á Genfarsamningunum

MYND/Reuters
Þrír af hverjum fjórum Íslendingum hafa heyrt um Genfarsamningana en Íslendingar eru samt meðal þeirra þjóða sem hafa hvað minnsta trú á því að samningarnir dugi til að vernda fólk á stríðstímum. Þetta er ein af niðurstöðum alþjóðlegrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir Rauða krossinn. Genfarsamningarnir voru samdir til að draga úr eyðileggingaráhrifum stríðs og veita fórnarlömbum þess vernd. Nær öll ríki heims, eða 191 að tölu, hafa skrifað undir samningana. Skoðanakönnunin, sem náði til fjölda landa í öllum heimsálfum, sýnir meðal annars að trú á virkni Genfarsamninganna er almennt meiri í löndum sem hafa mikla reynslu af styrjaldarátökum. Þannig telja 74 prósent þeirra íbúa Afganistans, sem sögðust þekkja til Genfarsamninganna, að samningarnir veiti fólki vernd á stríðstímum en einungis 13 prósent Íslendinga og 12 prósent Norðmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×