Innlent

Íslenskur aðstoðarframkvæmdastjóri

Á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Liechtenstein sem lauk í gær var tekin ákvörðun um að ráða Lilju Viðarsdóttur sem aðstoðarframkvæmdastjóra EFTA með aðsetur í Brussel til þriggja ára frá hausti 2006. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sat fundinn af hálfu Íslands. Í yfirlýsingu fundarins kemur meðal annars fram að EFTA-ríkin séu að skapa sér sterka samkeppnisstöðu á Asíumarkaði með fríverslunarviðræðum við lönd eins og Suður-Kóreu og Taíland.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×