Erlent

Páfi tekinn í tölu helgra

Undirbúningur er hafinn að því að taka Jóhannes Pál II, fyrrum páfa, í tölu dýrlinga. Nefnd sem kanna á hvort hann hafi lifað lífi að hætti helgra manna hefur tekið til starfa, og taka nú við vitnaleiðslur og önnur rannsóknarvinna til að ganga í skugga um það. Einnig þarf að sanna að eftir dauða hans hafi tvö kraftaverk komið til vegna Jóhannesar Páls II áður en hann verður gerður að dýrlingi. Ljóst er að Jóhannes Páll II nýtur mikillar hylli meðal kaþólikka og margir líta þegar á hann sem dýrling.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×