Innlent

Verðmunur á tjaldsvæðum

Talsverður verðmunur er á tjaldstæðum víða um landið samkvæmt nýrri úttekt sem sýnir að á stöku stöðum greiðir fjölskylda tæpar fimm þúsund krónur fyrir gistingu í tjaldi. Í ljós kemur að gjaldskrár tjaldsvæða landsins eru afar misjafnar. Í flestum tilfellum greiðir hver einstaklingur fast gjald en í öðrum er eitt gjald fyrir tjaldið óháð fjölda tjaldbúa. Einnig er mikill munur á aðstöðu á hverju tjaldsvæði fyrir sig en ekkert tillit var til þess tekið í úttekt Alþýðusambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×