Vel tekið í óperuhús í Kópavogi 28. júní 2005 00:01 Bjarni Daníelsson óperustjóri Íslensku óperunnar tekur vel í hugmynd Gunnars Birgissonar bæjarstjóra Kópavogs um að reisa óperuhús í Kópavogi. "Mér finnst þetta góð hugmynd, bæði er gott að hún skuli koma fram sem innlegg í umræðuna og svo finnst mér hún bara algjörlega óvitlaus. Það sem okkur dreymir um er auðvitað vinnuaðstaða fyrir óperuna og aðrar greinar tónlistarleikhúss en ekki það að geta hlaupið inn í einhvern fjölnotasal við og við," segir Bjarni. Hingað til hefur umræðan um Óperuna snúist um aðstöðu hennar í væntanlegu tónlistarhúsi í Reykjavík en ekki er gert ráð fyrir að húsið verði sérhannað fyrir Óperuna. Gunnar Birgisson hefur látið vinna frumteikningar að óperuhúsi en hugmyndin hefur hvorki verið lögð fyrir bæjarstjórn né Íslensku óperuna. "Mér finnst þetta kristalla það og draga skarplega fram hvað Kópavogur er framarlega í menningarmálum," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um hugmynd Gunnars. Hún segir að í ágúst verði valinn hönnuður að tónlistarhúsi og þá fari línur að skírast. "Það hefur verið tekið tillit til óska óperuunnenda og kröfunum breytt í samræmi við það. Það á að vera hægt að flytja óperur með frambærilegum hætti í húsinu," segir Þorgerður. Hún bendir á að Íslenska óperan fái einungis styrki frá ríkinu og sé ekki ríkisstofnun og því ekki sjálfgefið að ríkisvaldið taki þátt í rekstri óperuhúss. "Við munum vera tilbúin til að skoða þetta og velta fyrir okkur tölunum," segir Jón Karl Ólafsson varaformaður stjórnar Íslensku óperunnar. Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarmeðlimur, tekur undir með Jón Karli og fagnar athyglinni sem Gunnar veiti þessu máli. "Það er tímabært að það komi fram á opinberum vettvangi viðbrögð við nauðsyn þess að skapa þessari listgrein umgjörð til framtíðar sem henni sæmir," segir Júlíus. -rsg Fréttir Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Bjarni Daníelsson óperustjóri Íslensku óperunnar tekur vel í hugmynd Gunnars Birgissonar bæjarstjóra Kópavogs um að reisa óperuhús í Kópavogi. "Mér finnst þetta góð hugmynd, bæði er gott að hún skuli koma fram sem innlegg í umræðuna og svo finnst mér hún bara algjörlega óvitlaus. Það sem okkur dreymir um er auðvitað vinnuaðstaða fyrir óperuna og aðrar greinar tónlistarleikhúss en ekki það að geta hlaupið inn í einhvern fjölnotasal við og við," segir Bjarni. Hingað til hefur umræðan um Óperuna snúist um aðstöðu hennar í væntanlegu tónlistarhúsi í Reykjavík en ekki er gert ráð fyrir að húsið verði sérhannað fyrir Óperuna. Gunnar Birgisson hefur látið vinna frumteikningar að óperuhúsi en hugmyndin hefur hvorki verið lögð fyrir bæjarstjórn né Íslensku óperuna. "Mér finnst þetta kristalla það og draga skarplega fram hvað Kópavogur er framarlega í menningarmálum," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um hugmynd Gunnars. Hún segir að í ágúst verði valinn hönnuður að tónlistarhúsi og þá fari línur að skírast. "Það hefur verið tekið tillit til óska óperuunnenda og kröfunum breytt í samræmi við það. Það á að vera hægt að flytja óperur með frambærilegum hætti í húsinu," segir Þorgerður. Hún bendir á að Íslenska óperan fái einungis styrki frá ríkinu og sé ekki ríkisstofnun og því ekki sjálfgefið að ríkisvaldið taki þátt í rekstri óperuhúss. "Við munum vera tilbúin til að skoða þetta og velta fyrir okkur tölunum," segir Jón Karl Ólafsson varaformaður stjórnar Íslensku óperunnar. Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarmeðlimur, tekur undir með Jón Karli og fagnar athyglinni sem Gunnar veiti þessu máli. "Það er tímabært að það komi fram á opinberum vettvangi viðbrögð við nauðsyn þess að skapa þessari listgrein umgjörð til framtíðar sem henni sæmir," segir Júlíus. -rsg
Fréttir Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira