Innlent

Vanfóðruð hross í Hafnarfirði

Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir staðfesti að hann hefði haft afskipti af þessu máli. Haft var samband við hann í síðustu viku og honum gert viðvart um bágt ástand hrossanna. Hann sendi eftirlitsmann á staðinn, sem sá að hestarnir voru ekki hirtir sem skyldi. Voru þeir ekki í nógu góðum holdum miðað við að þeir væru á fullri gjöf. Héraðsdýralæknisembættið hafði samband við eiganda hrossanna og kom á framfæri athugasemdum um umhirðu þeirra. Honum var gert að sleppa þeim út í síðasta lagi í fyrradag, sem hann og gerði. Héraðsdýralæknir sagði við Fréttablaðið að virkt eftirlit væri með að atburðir af þessu tagi ættu sér ekki stað. Til dæmis væri fóðureftirlitsmaður á ferð um hesthúsahverfin á höfuðborgarsvæðinu og kannaði stöðuna þar sem menn væru enn með hross á húsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×