Grænt ljós á tökur í Krýsuvík 28. júní 2005 00:01 Í gær var samþykkt á fundi skipulags- og byggingaráðs í Hafnarfirði að leyfa tökur á myndinni Flags of our fathers í Krýsuvík. "Það var afgreitt einhljóma að gefa leyfi fyrir myndatökunni með þeim skilyrðum um framkvæmd og frágang eins og sett eru fram í samningi bæjarins. Bæjaryfirvöld hafa afgreitt málið og það er enginn ágreiningur lengur um þá afgreiðslu," segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Umhverfisnefnd bæjarins og stjórn Reykjanesfólkvangs hefur gagnrýnt áform leikstjórans Clint Eastwoods um tökur í Krýsuvík. "Mér finnst þetta sorgleg niðurstaða. Mér finnst það sorglegt að ráðamenn í svona stóru bæjarfélagið hafi ekki meiri skilning á náttúruvernd. Miðað við umfangið á þessu hef ég enga trú á að það takist að koma þessu í samt lag," segir Kristján Bersi Ólafsson úr Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar. Á mánudag kynntu umsækjendur leyfisins verkefnið á fundi með þeim sem sáu um ákvarðanatöku og umsagnir í málinu og fluttu fulltrúar Fornleifaverndar ríkisins, Umhverfisstofnunar og Landgræðslu ríkisins mat sitt á myndatökunni í Krýsuvík sem var jákvætt. Í framhaldi af því var leyfið samþykkt í gær en í fundargerð fundarins er það tekið fram að "uppgræðsla verði á þann máta sem Hafnarfjarðarbær, Umhverfisstofnun og Landgræðslan sem er umsjónaraðili með uppgræðslu á svæðinu hafa sett skilyrði um, svo landgæði verði jafngóð eða betri en áður." Eitthvað af tökuliði myndarinnar er komið til landsins svo búast má við að undirbúningur fyrir tökurnar hefjist fljótlega. - rsg Fréttir Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Í gær var samþykkt á fundi skipulags- og byggingaráðs í Hafnarfirði að leyfa tökur á myndinni Flags of our fathers í Krýsuvík. "Það var afgreitt einhljóma að gefa leyfi fyrir myndatökunni með þeim skilyrðum um framkvæmd og frágang eins og sett eru fram í samningi bæjarins. Bæjaryfirvöld hafa afgreitt málið og það er enginn ágreiningur lengur um þá afgreiðslu," segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Umhverfisnefnd bæjarins og stjórn Reykjanesfólkvangs hefur gagnrýnt áform leikstjórans Clint Eastwoods um tökur í Krýsuvík. "Mér finnst þetta sorgleg niðurstaða. Mér finnst það sorglegt að ráðamenn í svona stóru bæjarfélagið hafi ekki meiri skilning á náttúruvernd. Miðað við umfangið á þessu hef ég enga trú á að það takist að koma þessu í samt lag," segir Kristján Bersi Ólafsson úr Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar. Á mánudag kynntu umsækjendur leyfisins verkefnið á fundi með þeim sem sáu um ákvarðanatöku og umsagnir í málinu og fluttu fulltrúar Fornleifaverndar ríkisins, Umhverfisstofnunar og Landgræðslu ríkisins mat sitt á myndatökunni í Krýsuvík sem var jákvætt. Í framhaldi af því var leyfið samþykkt í gær en í fundargerð fundarins er það tekið fram að "uppgræðsla verði á þann máta sem Hafnarfjarðarbær, Umhverfisstofnun og Landgræðslan sem er umsjónaraðili með uppgræðslu á svæðinu hafa sett skilyrði um, svo landgæði verði jafngóð eða betri en áður." Eitthvað af tökuliði myndarinnar er komið til landsins svo búast má við að undirbúningur fyrir tökurnar hefjist fljótlega. - rsg
Fréttir Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira