Lausir við grimmd götulífsins 16. maí 2005 00:01 Bæði lögreglan og Félagsþjónustan í Reykjavík lýsa yfir mikilli ánægju með þann árangur sem Heimilið, stuðningsbýli Samhjálpar, hefur náð. Mikill meirihluti íbúa á Heimilinu er tvígreindir einstaklingar, bæði með fíknisjúkdóma og geðræna kvilla. Nú er svo komið að nokkrir þeirra eru orðnir gegnir þjóðfélagsþegnar eftir að hafa verið heimilislausir um langa hríð. Sérstaða Heimilisins, sem er að Miklubraut 20, er fólgin í því að ekki er gerð sú krafa að íbúarnir séu edrú, eins og á flestum öðrum meðferðarheimilum, heldur er einblínt á að skapa þeim heimili þar sem þeir finna fyrir hvatningu og jákvæðu viðhorfi starfsmanna. Þannig ná þeir smám saman að efla sjálfstraust sitt, án þess að búa við þá óvissu að þeirra bíði heimilisleysi og áframhaldandi grimmd götulífsins að meðferð lokinni. Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, segir árangur af starfi Heimilisins hafi nú þegar farið fram úr björtustu vonum. Þannig hafi tveir fyrrverandi íbúar Heimilisins hafið eigin búsetu og einn núverandi íbúi stundi nám og gangi vel. Fyrir nokkrum árum hafi sá möguleiki verið óraunhæfur fyrir þessa menn, vegna úrræðaleysis. Helsta breytingin í lífi þessara íbúa, sem allt eru karlmenn, er föst búseta og heimilisleg sem og mannleg umhyggja. Hrefna Ólafsdóttir, yfirmaður ráðgjafasviðs Félagsþjónustu Reykjavíkur sem hefur yfirumsjón með rekstri Heimilisins, segir reynsluna af þessu starfi í raun virkilega jákvæða. Þannig hafi starfið gjörbreytt lífi íbúanna og um leið minnkað talsvert álag á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu, þar sem íbúarnir voru fastagestir. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir reynsluna af Heimilinu afskaplega ánægjulega. "Þarna sést hversu mikilvægt það er fyrir þennan hóp fólks að finna fyrir festu og reglulegri rútínu í lífinu. Þessi hópur hvarf af götunni og hefur ekki verið okkur til vandræða síðan Heimilið kom til," segir Geir. "Peningalega hefur Heimilið sennilega fyrir löngu borgað sig upp." Geir Jón telur að þessi hópur sé samfélaginu dýr og ljóst að áherslur Heimilisins á eðlilegt heimilislíf séu sennilega áhrifaríkasta meðferðarúrræðið fyrir þennan hóp fólks. Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Bæði lögreglan og Félagsþjónustan í Reykjavík lýsa yfir mikilli ánægju með þann árangur sem Heimilið, stuðningsbýli Samhjálpar, hefur náð. Mikill meirihluti íbúa á Heimilinu er tvígreindir einstaklingar, bæði með fíknisjúkdóma og geðræna kvilla. Nú er svo komið að nokkrir þeirra eru orðnir gegnir þjóðfélagsþegnar eftir að hafa verið heimilislausir um langa hríð. Sérstaða Heimilisins, sem er að Miklubraut 20, er fólgin í því að ekki er gerð sú krafa að íbúarnir séu edrú, eins og á flestum öðrum meðferðarheimilum, heldur er einblínt á að skapa þeim heimili þar sem þeir finna fyrir hvatningu og jákvæðu viðhorfi starfsmanna. Þannig ná þeir smám saman að efla sjálfstraust sitt, án þess að búa við þá óvissu að þeirra bíði heimilisleysi og áframhaldandi grimmd götulífsins að meðferð lokinni. Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, segir árangur af starfi Heimilisins hafi nú þegar farið fram úr björtustu vonum. Þannig hafi tveir fyrrverandi íbúar Heimilisins hafið eigin búsetu og einn núverandi íbúi stundi nám og gangi vel. Fyrir nokkrum árum hafi sá möguleiki verið óraunhæfur fyrir þessa menn, vegna úrræðaleysis. Helsta breytingin í lífi þessara íbúa, sem allt eru karlmenn, er föst búseta og heimilisleg sem og mannleg umhyggja. Hrefna Ólafsdóttir, yfirmaður ráðgjafasviðs Félagsþjónustu Reykjavíkur sem hefur yfirumsjón með rekstri Heimilisins, segir reynsluna af þessu starfi í raun virkilega jákvæða. Þannig hafi starfið gjörbreytt lífi íbúanna og um leið minnkað talsvert álag á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu, þar sem íbúarnir voru fastagestir. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir reynsluna af Heimilinu afskaplega ánægjulega. "Þarna sést hversu mikilvægt það er fyrir þennan hóp fólks að finna fyrir festu og reglulegri rútínu í lífinu. Þessi hópur hvarf af götunni og hefur ekki verið okkur til vandræða síðan Heimilið kom til," segir Geir. "Peningalega hefur Heimilið sennilega fyrir löngu borgað sig upp." Geir Jón telur að þessi hópur sé samfélaginu dýr og ljóst að áherslur Heimilisins á eðlilegt heimilislíf séu sennilega áhrifaríkasta meðferðarúrræðið fyrir þennan hóp fólks.
Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira