Lífið

Kate Moss best klædd

Kate Moss hefur verið kosin best klædda konan af lesendum tímaritsins Glamour. Sienna Miller, heitkona Jude Law, var í öðru sæti í kosningunni auk þess sem þau skötuhjúin voru valin best klædda parið. Sarah Jessica Parker var í þriðja sæti og Victoria Beckham fylgdi fast á hæla hennar. Jennifer Aniston varð í fimmta sæti fyrir "kynþokkafullan og fágaðan" stíl. Á eftir henni komu svo Nicole Kidman, Gwen Stefani og Gwyneth Paltrow. Í tíunda sæti varð leikkonan Kirsten Dunst sem hlaut lof fyrir "sérstakan, svalan og öðruvísi" stíl. Liz Hurley sem í fyrra lenti í 12. sæti listans varð nú í 42. sæti. Jordan var valin verst klædda konan og á eftir henni komu þær Jodie Marsh, Paris Hilton, Britney Spears og Christina Aguilera. Meðal þeirra sem ekki áður hafa komist á listann eru leikkonurnar Kate Beckinsale, Mischa Barton, Kate Winslet, Natalie Portman og Paris Hilton.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.