Innlent

Og Vodafone kvartar undan Símanum

Fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone sendi Póst- og fjarskiptastofnun erindi í dag þar sem kvartað er undan töfum á afgreiðslu þjónustubeiðna til Símans og óskar eftir atbeina stofnunarinnar til þess að Síminn fari að lögum. Í erindinu er það rakið að Síminn hafi látið hjá líða að afgreiða u.þ.b. 90 pantanir á ADSL-tengingum frá því um miðjan desember. Hvorki liggi fyrir formleg synjun Símans á því að taka þessar beiðnir til greina né tilgreindar ástæður fyrir töfum, þrátt fyrir að Og Vodafone hafi ítrekað óskað eftir skýringum frá Símanum. Vísað er til sambærilegs máls fyrr á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×