Laxnesshátíð á Bessastöðum 28. janúar 2005 00:01 Bessastaðir stóðu undir regnboga skömmu áður en athöfnin hófst og forsetinn hafði orð á því í ávarpi sínu að veðrið væri gott og fallegt, líkt og svo oft áður þegar bókmenntaverðlaunin eru afhent. Áður en athöfnin hófst tók Ólafur Ragnar Grímsson í höndina á öllum viðstöddum, það er að segja þeim sem voru stundvísir. Rjóminn af íslensku bókmenntakökunni var á staðnum, höfundar jafnt sem útgefendur og meðal gesta voru alla vega fimm sem áður hafa hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin. Létt stemmning var í hópnum og fólk skiptist á kurteisislegum orðum áður en boðið var til stofu. Allir þekktust. Spáð var og spegúlerað í hverjir færu heim með verðlaunin að þessu sinni og reyndust sumir sannspáir. Einn sagðist hafa þetta alveg á hreinu og byggði sínar niðurstöður á að telja hve mörg skyldmenni fylgdu hverjum og einum tilnefndum. Þau vísindi virkuðu, hann hafði rétt fyrir sér. Ekki hlustað á hann Ólafur Ragnar sló á létta strengi í ávarpi sínu. Hann ræddi um fyrirkomulag bókmenntaverðlaunanna og sagðist löngum hafa lagt til við útgefendur að þeir hefðu reglurnar um verðlaunin sveigjanlegri en nú er. Hins vegar væri ekki hlustað á aðfinnslur hans, eins og raunar á fleiri bæjum. Að þessu var hlegið. Íslensku bókmenntaverðlaunin máttu þola harða gagnrýni fyrir jólin. Ólafur Ragnar vék að þeim efnum og beindi sjónum að gagnrýninni á valið á dómnefndamönnum. Gaf hann lítið fyrir hana og sagði lög- og hagfræðinga geta haft gott vit á bókmenntum. Og í tilefni af heimastjórnarafmælinu á síðasta ári minnti hann viðstadda á að Hannes Hafstein hefði jú verið lögfræðingur. Eivör Pálsdóttir hefur fyrir löngu heillað landsmenn með undurfögrum söng sínum og einlægri framkomu. Berfætt söng hún tvö lög með þeim hætti að gestir hlýddu agndofa á. Tár sáust falla á hvarma svo falleg var tónlistin. Auður og Halldór Spennan í salnum magnaðist þegar ljóst varð að sjálf verðlaunaafhendingin var í vændum. Menn fylgust með hvort einhverjir úr röðum tilnefndra fikruðu sig framar í salinn en allir stóðu þeir sem fastast. Reynt var að lesa í látbragð, sjá hvort einhver seildist í innanávasa eða tösku eftir ræðu en engir slíkir tilburðir voru uppi. Ólafur Ragnar byrjaði á fræðiritunum og frá fyrstu orðum hans var ljóst að verðlaunin væru Halldórs Guðmundssonar fyrir ævisögu hans um Halldór Laxness. Í kjölfarið mátti svo lesa það af svip forsetans hver hlyti hin verðlaunin. Brosandi tengdi hann viðfangsefni Halldórs við verðlaunahafann í flokki fagurbókmennta og allra augu voru á Auði Jónsdóttur. Bæði þökkuðu fyrir sig með stuttum og skemmtilegum ræðum. Ólafur Ragnar sleit svo formlegu samkomuhaldi og bauð upp á léttar veitingar; smárétti, vín og vatn. 23 Laxnessverk í bókhlöðunni Í stuttu spjalli við blaðamann í bókhlöðu Bessastaða sagði Auður gaman að fá verðlaun og ekki væri síður ánægjulegt að bókin hennar, Fólkið í kjallaranum, hafi ratað til fólks. Halldór Guðmundsson sagði það efla þrótt og sjálfstraust að fá viðurkenningar, hvort sem þær kæmu frá lesendum eða dómnefndum. Í hillum bókhlöðunni mátti í fljótheitum finna 23 bækur eftir Halldór Laxness. Sigríði Halldórsdóttur, dóttur Laxness og móður Auðar, leið vitaskuld vel þennan dag. Hana grunaði að Halldór fengi verðlaunin en það hvarflaði ekki að henni að Auður yrði líka verðlaunuð. "Þetta er svolítill Halldórsdagur," varð Halldóri Guðmundssyni að orði. Sölvi Sveinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.MYND/E.Ól.Jóhann Sigurðarson og Thór Vilhjálmsson.MYND/E.Ól.Herdís Þorgeirsdóttir og Ragnar Arnalds.MYND/E.Ól. Innlent Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Bessastaðir stóðu undir regnboga skömmu áður en athöfnin hófst og forsetinn hafði orð á því í ávarpi sínu að veðrið væri gott og fallegt, líkt og svo oft áður þegar bókmenntaverðlaunin eru afhent. Áður en athöfnin hófst tók Ólafur Ragnar Grímsson í höndina á öllum viðstöddum, það er að segja þeim sem voru stundvísir. Rjóminn af íslensku bókmenntakökunni var á staðnum, höfundar jafnt sem útgefendur og meðal gesta voru alla vega fimm sem áður hafa hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin. Létt stemmning var í hópnum og fólk skiptist á kurteisislegum orðum áður en boðið var til stofu. Allir þekktust. Spáð var og spegúlerað í hverjir færu heim með verðlaunin að þessu sinni og reyndust sumir sannspáir. Einn sagðist hafa þetta alveg á hreinu og byggði sínar niðurstöður á að telja hve mörg skyldmenni fylgdu hverjum og einum tilnefndum. Þau vísindi virkuðu, hann hafði rétt fyrir sér. Ekki hlustað á hann Ólafur Ragnar sló á létta strengi í ávarpi sínu. Hann ræddi um fyrirkomulag bókmenntaverðlaunanna og sagðist löngum hafa lagt til við útgefendur að þeir hefðu reglurnar um verðlaunin sveigjanlegri en nú er. Hins vegar væri ekki hlustað á aðfinnslur hans, eins og raunar á fleiri bæjum. Að þessu var hlegið. Íslensku bókmenntaverðlaunin máttu þola harða gagnrýni fyrir jólin. Ólafur Ragnar vék að þeim efnum og beindi sjónum að gagnrýninni á valið á dómnefndamönnum. Gaf hann lítið fyrir hana og sagði lög- og hagfræðinga geta haft gott vit á bókmenntum. Og í tilefni af heimastjórnarafmælinu á síðasta ári minnti hann viðstadda á að Hannes Hafstein hefði jú verið lögfræðingur. Eivör Pálsdóttir hefur fyrir löngu heillað landsmenn með undurfögrum söng sínum og einlægri framkomu. Berfætt söng hún tvö lög með þeim hætti að gestir hlýddu agndofa á. Tár sáust falla á hvarma svo falleg var tónlistin. Auður og Halldór Spennan í salnum magnaðist þegar ljóst varð að sjálf verðlaunaafhendingin var í vændum. Menn fylgust með hvort einhverjir úr röðum tilnefndra fikruðu sig framar í salinn en allir stóðu þeir sem fastast. Reynt var að lesa í látbragð, sjá hvort einhver seildist í innanávasa eða tösku eftir ræðu en engir slíkir tilburðir voru uppi. Ólafur Ragnar byrjaði á fræðiritunum og frá fyrstu orðum hans var ljóst að verðlaunin væru Halldórs Guðmundssonar fyrir ævisögu hans um Halldór Laxness. Í kjölfarið mátti svo lesa það af svip forsetans hver hlyti hin verðlaunin. Brosandi tengdi hann viðfangsefni Halldórs við verðlaunahafann í flokki fagurbókmennta og allra augu voru á Auði Jónsdóttur. Bæði þökkuðu fyrir sig með stuttum og skemmtilegum ræðum. Ólafur Ragnar sleit svo formlegu samkomuhaldi og bauð upp á léttar veitingar; smárétti, vín og vatn. 23 Laxnessverk í bókhlöðunni Í stuttu spjalli við blaðamann í bókhlöðu Bessastaða sagði Auður gaman að fá verðlaun og ekki væri síður ánægjulegt að bókin hennar, Fólkið í kjallaranum, hafi ratað til fólks. Halldór Guðmundsson sagði það efla þrótt og sjálfstraust að fá viðurkenningar, hvort sem þær kæmu frá lesendum eða dómnefndum. Í hillum bókhlöðunni mátti í fljótheitum finna 23 bækur eftir Halldór Laxness. Sigríði Halldórsdóttur, dóttur Laxness og móður Auðar, leið vitaskuld vel þennan dag. Hana grunaði að Halldór fengi verðlaunin en það hvarflaði ekki að henni að Auður yrði líka verðlaunuð. "Þetta er svolítill Halldórsdagur," varð Halldóri Guðmundssyni að orði. Sölvi Sveinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.MYND/E.Ól.Jóhann Sigurðarson og Thór Vilhjálmsson.MYND/E.Ól.Herdís Þorgeirsdóttir og Ragnar Arnalds.MYND/E.Ól.
Innlent Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira