Innlent

15 atvinnuleyfi

Vinnumálastofnun gaf í gær út 15 atvinnuleyfi til viðbótar við þau 24 sem gefin voru út fyrr í vikunni. Leyfin eru einkum gefin út fyrir Kínverja og Pakistana sem munu starfa hjá Impregilo á Kárahnjúkum. Í næstu viku verður fundur með fulltrúum Impregilo til að fara yfir umsóknir frá fólki á EES-svæðinu og framhaldið metið. Þá hafa verið gefin út nokkur atvinnuleyfi fyrir önnur fyrirtæki, m.a. í þjónustugeiranum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×