Lífið

Fimmtán ár á tjúttinu

Fókus fylgir DV alltaf á föstudögum. Þar kennir ýmissa grasa og það má finna allt um skemmtanalífið í bland við annað sem er að gerast. Í blaðinu í gær var viðtal við þá Partyzone bræður Kristján og Helga Má. Í kvöld verður árslistakvöld Partyzone og er þetta í fimmtánda skipti sem þeir félagar velja listann. Danstónlistarkvöldið byrjar snemma í dag. Klukkan hálf átta, beint eftir fréttir, taka Party Zone-kóngarnir við útsendingu Rásar 2 og byrja niðurtalningu á fimmtíu bestu lögum síðasta árs. Þetta er mikið efni og verður þátturinn því extra-langur, fjórir og hálfur tími, eða til miðnættis. Í Excel eins og nerðir "Það var furðumikil stemmning fyrir þessu á Rás 2. Mikill vilji fyrir því að leyfa okkur að fá allt kvöldið. En þetta er auðvitað annállinn. Eitt kvöld á ári," segir Helgi Már Bjarnason, sem er umsjónarmaður þáttarins ásamt Kristjáni Helga Stefánssyni. Þetta er fimmtándi árslistinn sem þeir velja. Gamanið byrjaði á Útrás árið 1991. Tveimur árum seinna var haldið á X-ið fram til 1997, farið yfir á Mono til 2000 og þá loks lent á Rás 2, þar sem þátturinn er nú búinn að vera í fimm ár. Árslistinn er valinn af þeim PZ-mönnum, slatta af hlustendum og 20 bestu plötusnúðum landsins. "Við verðum að vinna úr gögnunum allan föstudaginn. Að hamra inn á Excel eins og nerðir." Helgi segir síðasta ár hafa reynst danstónlistinni einkar vel. Mikið af góðum breiðskífum, auk þess sem nýjar stefnur hafi skotið upp kollinum. "Acid-sándið frá því um 1987 kom aftur. Eighties-áhrifin halda velli en auk þess er danstónlistin búin að rokkast meira upp." Þýskt bræðralag Helgi býst við því að NASA fyllist "eins og venjulega" þegar þeir halda stór kvöld. "Ætli það mæti ekki svona sex, sjö hundruð manns." Aðalnúmer kvöldsins eru tveir þýskir bræður sem skipa hljómsveitina Tiefschwarfs. "Þeir eru nýstirni í plötusnúðaheiminum. Við ákváðum að vera með nýtt og ferskt tónlistaratriði. Höfum venjulega keyrt á því gamla og góða. Það vita kannski ekki allir hverjir Tiefschwarfs eru en ef þú spyrð þá sem fylgjast með kemstu að því að þeir eru þvílíkt heitir." Tiefschwarz gaf út eina breiðskífu árið 2002 en næsta kemur í vor. Aðdáendur mega því eiga von á því að heyra nýtt efni á tónleikunum á morgun. Ný plata Gus Gus Önnur hljómsveit sem tekur ný lög á morgun er Gus Gus. Upphaflega átti Urður að syngja með á tónleikunum en þar sem hún veiktist taka strákarnir dj-sett. "Við munum bæta upp Urði," segir Biggi veira. "Það er langt síðan við höfum tekið svona sett. Gaman að það sé á NASA, í eina alvöru kerfinu í bænum." Gus Gus er að klára næstu plötu, sem kemur út í haust. Þeir eru reyndar líka komnir langleiðina með þarnæstu plötu enda segir Biggi þá hafa verið mjög duglega upp á síðkastið. "Við fáum góð viðbrögð frá plötusnúðunum við nýju lögunum. Það kemur út instrumental-smáskífa núna í febrúar, svona klúbbageðveiki. Í sumar gefum við síðan aðra smáskífu út "full force" með Urði." Hægt er að hlusta á nokkur ný Gus Gus lög á heimasíðunni soundsupreme.de, í útvarpsþættinum frá 22.11. Miðar á Árslistakvöldið fást einnig í Þrumunni á Laugavegi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.