Innlent

Má vera stoltur af litlu fjöðrunum

Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson segir myndskreytinn Sigurð Val Sigurðsson hafa átt að fyllast stolti yfir því fuglamyndir Sigurðar voru notaðar sem hluti af verki hans á sýningu hjá Kling og Bang. Tímaskortur hafi valdið því að hann hafi ekki aflað leyfis Sigurðar sem sjálfur ekki hafi birt myndirnar sem list. "Það vakti athygli mína hversu lengi hann skoðaði veggfóðrið sem er nokkurs konar umhverfi í aðal sýningarsalnum í kringum titilverk sýningarinnar og aðeins hluti af sýningunni í heild," segir Heimir Björgólfsson myndlistarmaður um heimsókn Sigurðar Vals Sigurðssonar mynsdkreytis á sýningu hans í Gallerí Kling og Bang á Laugavegi. Eins og DV sagði frá á þriðjudag notaði Heimir Björgúlfsson í leyfisleysi 43 fuglamyndir eftir Sigurð Val Sigurðsson til að útbúa veggfóður fyrir sýningu sína. Ofangreind tilvitnun í innganginum í Heimi er úr yfirlýsingu sem hann sendi DV.. "Honum virtist órótt, gekk mikið um gólf. Ég hélt að þarna væri kannski einhver furðufugl kominn að skoða fuglana svona æsilega. Síðan kemur hann og spyr mig til nafns og hvort ég hafi teiknað veggfóðrið. Ég neita því og útskýri að það sé upprunalega unnið úr litlum teikningum úr gamalli bók," lýsir Heimir upphafi samtals síns við Sigurð. Nánari skil á yfirlýsingu Heimis Björgólfssonar eru í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×