Innlent

Veggjald um Hvalfjörð lækkað

Veggjald í Hvalfjarðargöngin verður lækkað nú um mánaðamótin. Líklegt er að lægsta afsláttargjald fari niður undir 300 krónur fyrir hverja ferð en að gjald fyrir staka ferð verði óbreytt, þúsund krónur. Stjórn Spalar stefnir að því að kynna lækkunina á föstudag, sama dag og hún tekur gildi, en þá er ætlunin að kynna samkomulag um endurfjármögnun lána. Endanleg ákvörðun um nýja gjaldskrá liggur ekki fyrir og því treysta menn sér ekki til að gefa nákvæmar upplýsingar um breytingarnar. Það er fyrst og fremst gjaldskráin fyrir fólksbíla sem mun breytast. Búist er við að 1.000 króna gjaldið fyrir staka ferð verði óbreytt en stjórn Spalar stefnir að því að þeir sem nota göngin mest fái mesta lækkun. Þannig er talið líklegt að gjald miðað við að 100 ferðir séu keyptar fari niður undir 300 krónur en það er núna 440 krónur. Líklegt þykir að 40 ferða gjaldið lækki um 100 krónur, úr 550 niður í 450 krónur, en tíu miða gjaldið lækki minna, hugsanlega úr 700 krónum í 650.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×