Erlent

Kosið um hækkun giftingaraldurs

Efri deild franska þingsins greiðir atkvæði um það síðar í dag hvort hækka eigi lágmarksaldur stúlkna, sem mega giftast, úr 15 árum í 18 ár, í þeirri viðleitni að koma í veg fyrir nauðungarhjónabönd. Í meira en tvær aldir hafa gilt lög í Frakklandi sem hafa gert stúlkum kleift að gifta sig fyrr en strákar en verði lagabreytingin samþykkt mun sami lágmarksaldur gilda fyrir bæði kynin. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna segir breytingarnar nauðsynlegar í baráttunni gegn nauðungarhjónaböndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×