Erlent

Búist við gagnrýni á Annan

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, má búast við harðri gagnrýni þegar skýrsla um áætlun samtakanna um olíu fyrir mat í Írak verður birt í dag. Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, stýrði gerð skýrslunnar þar sem hermt er að Annan sé gagnrýndur fyrir að koma ekki í veg fyrir hagsmunaárekstur vegna starfa sonar hans, Kojos, fyrir svissneskt fyrirtæki. Það fyrirtæki fékk samninga vegna umsjónar með áætluninni í Írak. Annan er þó ekki sakaður um spillingu í skýrslunni sem bandarískir fjölmiðlar segja að verði án efa óskemmtilegt lesning fyrir framkvæmdastjórann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×