Erlent

Fleiri greinast með fuglaflensu

Heil fjölskylda hefur greinst með fuglaflensu í Víetnam. Um er að ræða hjón og þrjú börn þeirra og greindust þau með H5N1-stofn vírusins sem reynst hefur mönnum banvænn. Fólkið er frá héraði þar sem töluvert hefur verið um fuglaflensu í kjúklingum og er talið að þau hafi borðað kjöt af sýktum fugli. Alls hafa 49 látist úr fuglaflensu í Víetnam frá því árið 2003, en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir tímaspursmál hvenær fuglaflensa verður alheimsfaraldur með ógnvænlegum afleiðingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×