Erlent

Noregskonunugur í hjartaaðgerð

Haraldur Noregskonungur var lagður inn á norska ríkissjúkrahúsið í morgun þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Sonja drottning fylgdi eiginmanni sínum til sjúkrahússins. Fjöldi blaðamanna beið konungshjónanna á staðnum en konungurinn vildi ekkert tjá sig um sjúkrahúsdvölina. Haraldur gengst undir hjartaaðgerð næstkomandi föstudag, en í aðgerðinni þarf meðal annars að stöðva hjartslátt hans í allt að eina klukkustund meðan skipt verður um hjartaloku. Haraldur hefur verið nokkuð heilsuveill í meira en áratug vegna stíflu í lokunni og fyrir nokkrum árum fór hann í aðgerð vegna krabbameins. Konungurinn verður væntanlega í veikindaleyfi næstu tvo mánuði og mun Hákon krónprins gegna embættisskyldum föður síns á meðan. Samkvæmt tilkynningu frá norsku konungshöllinni fylgir lítil hætta hjartaaðgerðinni og eru vonir bundnar við að Haraldur, sem er 68 ára, verði útskrifaður eftir rúma viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×