Innlent

Ekki verkfall á Ljósanótt

Starfsmannafélag Suðurnesja fer ekki í verkfall í þessum mánuði og því verða áreiðanlega ljós á Ljósanótt í ár. Starfsmannafélagið vill leiðréttingar á nýju starfsmati sem gildir í kjarasamningi félagsins. Starfsmenn félagsins og launanefndar sveitarfélaga nota helgina til að fara yfir starfsmatskerfið og funda svo á þriðjudaginn. Að sögn Ragnars Arnar Ragnarssonar, formanns Starfsmannafélagsins, eru menn vongóðir um að ná saman. Félagsmenn eru ósáttir við að um fimmtungur þeirra lækkaði í launaflokki samkvæmt nýja starfsmatskerfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×