Risaflugfélag á Íslandsmarkað 5. ágúst 2005 00:01 "Þeir telja orðið að Ísland sé vænlegur og spennandi kostur enda sívaxandi áhugi á ferðum hingað til lands," segir Bolli Valgarðsson, talsmaður breska flugfélagsins British Airways hér á landi. Flugfélagið hyggst hefja reglulegar ferðir hingað til lands í mars á næsta ári og mun þá samkeppnin harðna til muna á þessari flugleið þar sem fyrir eru Icelandair og Iceland Express. Samkvæmt tilkynningu BA verður flogið fimm sinnum í viku frá og með mars á næsta ári og verður fargjald þeirra fram og til baka 22.990 krónur. Er það til að mynda ódýrara en ódýrasta fargjald Icelandair í dag sem er 24.930 krónur en ódýrustu sæti Iceland Express eru mun lægri eða undir 20 þúsundum króna. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, fagnar þessum tíðindum og telur víst að Icelandair missi stærri spón úr aski sínum vegna nýs keppinautar en sitt fyrirtæki geri. "Fyrir það fyrsta er Icelandair miklu sterkara á þessari leið en við og auk þess er British Airways sams konar flugfélag og Icelandair. Hvorugt þeirra er í raun að berjast á þessum lággjaldamarkaði sem við einbeitum okkur að og tilkoma BA held ég að breyti ekki miklu fyrir okkur." Athygli vekur að þetta er í annað sinn sem félagið hefur áætlunarflug hingað en flugfélagið Go sem flaug hingað í stuttan tíma fyrir nokkrum árum síðan var dótturfyrirtæki BA. BA ætli þó í þetta sinn að láta slag standa og er ekki um tilraunaflug að ræða. Bolli Valgarðsson segir aðstæður aðrar og betri nú að mati forráðamanna flugfélagsins. "Ísland verður einn af fjórum nýjum áfangastöðum félagsins á næsta ári og þeir sjá hag í því að fljúga hingað þrátt fyrir að samkeppni á leiðinni hafi aukist frá því sem áður var enda er ferðamönnum jafnt og þétt að fjölga alls staðar í heiminum og það á líka við um Ísland." Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, blaðafulltrúa Icelandair, vegna málsins. Fréttir Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
"Þeir telja orðið að Ísland sé vænlegur og spennandi kostur enda sívaxandi áhugi á ferðum hingað til lands," segir Bolli Valgarðsson, talsmaður breska flugfélagsins British Airways hér á landi. Flugfélagið hyggst hefja reglulegar ferðir hingað til lands í mars á næsta ári og mun þá samkeppnin harðna til muna á þessari flugleið þar sem fyrir eru Icelandair og Iceland Express. Samkvæmt tilkynningu BA verður flogið fimm sinnum í viku frá og með mars á næsta ári og verður fargjald þeirra fram og til baka 22.990 krónur. Er það til að mynda ódýrara en ódýrasta fargjald Icelandair í dag sem er 24.930 krónur en ódýrustu sæti Iceland Express eru mun lægri eða undir 20 þúsundum króna. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, fagnar þessum tíðindum og telur víst að Icelandair missi stærri spón úr aski sínum vegna nýs keppinautar en sitt fyrirtæki geri. "Fyrir það fyrsta er Icelandair miklu sterkara á þessari leið en við og auk þess er British Airways sams konar flugfélag og Icelandair. Hvorugt þeirra er í raun að berjast á þessum lággjaldamarkaði sem við einbeitum okkur að og tilkoma BA held ég að breyti ekki miklu fyrir okkur." Athygli vekur að þetta er í annað sinn sem félagið hefur áætlunarflug hingað en flugfélagið Go sem flaug hingað í stuttan tíma fyrir nokkrum árum síðan var dótturfyrirtæki BA. BA ætli þó í þetta sinn að láta slag standa og er ekki um tilraunaflug að ræða. Bolli Valgarðsson segir aðstæður aðrar og betri nú að mati forráðamanna flugfélagsins. "Ísland verður einn af fjórum nýjum áfangastöðum félagsins á næsta ári og þeir sjá hag í því að fljúga hingað þrátt fyrir að samkeppni á leiðinni hafi aukist frá því sem áður var enda er ferðamönnum jafnt og þétt að fjölga alls staðar í heiminum og það á líka við um Ísland." Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, blaðafulltrúa Icelandair, vegna málsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira