Innlent

Hreimur beðinn afsökunar

Þjóðhátíðarnefnd hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar þá uppákomu sem varð á Brekkusviðinu á sunnudagskvöldinu um verslunarmannahelgina og biður Hreim Örn Heimisson afsökunar á framferði annars starfsmanns gagnvart honum umrætt kvöld. Hreimur hefur lýst atburðum á þá leið að Árni Johnsen hafi slegið sig í andlitið og það hafi ekki verið óviljandi eins og Árni heldur fram. Segir þjóðhátíðarnefnd í yfirlýsingunni að Hreimur Örn Heimisson hafi reynst öflugur starfsmaður nefndarinnar um árabil og störf hans verðskuldi eingöngu virðingu og þakklæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×