Erlent

Segja hermenn í uppreisnarhug

Vilja ekki þekkjast. Norður-kóresku liðhlauparnir á blaðamannafundinum í Seoul í gær.
Vilja ekki þekkjast. Norður-kóresku liðhlauparnir á blaðamannafundinum í Seoul í gær.

Níu liðhlaupar frá Norður-Kóreu, sem segjast vera úr sérsveit hers norðanmanna, sögðu í gær að félagar þeirra í her alþýðulýðveldisins væru að missa móðinn vegna ástandsins þar, og myndu gera uppreisn nema kommúnistastjórnin í Pyongyang loki fangabúðum þar sem pólitískur fangar eru geymdir og taki sig á í mannréttindamálum.

"Við eigum okkur samherja í norðrinu og þeir munu rísa upp þegar þar að kemur," sagði Lim Chun Yong, en hann kveðst hafa þjónað í 14 ár í einni af sérsveitum hers Norður-Kóreu áður en hann flúði til Suður-Kóreu árið 2000. Lim lét þessi orð falla á blaðamannafundi í Seoul í gær sem haldinn var í nafni Sambands frjálsra hermanna Norður-Kóreu sem stofnað var nýlega, daginn áður en alþjóðleg ráðstefna um mannréttindamál í Norður-Kóreu hófst í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×