Þriðja táknið til Bandaríkjanna 8. desember 2005 14:15 Yrsa Sigurðardóttir. Fyrsta sakamálasaga hennar hefur verið seld útgefendum í öllum byggðum álfum heims. Bókaforlagið Veröld hefur gengið frá samningum um útgáfu á Þriðja tákninu eftir Yrsu Sigurðardóttur og næstu bók hennar, sem enn er óskrifuð, í Bandaríkjunum og Kanada. David Highfill, útgáfustjóri hjá HarperCollins, tryggði sér útgáfuréttinn eftir uppboð milli bandarískra bókaforlaga sem stóð í nær tvær vikur. Highfill, sem segir að Þriðja táknið sé frábær frumraun, hefur á liðnum árum gefið út fjölda bóka sem náð hafa efstu sætum metsölulista austan hafs og vestan. Á dögunum var einnig samið um útgáfu á Þriðja tákninu á pólsku, rússnesku, tékknesku, slóvakísku og tælensku. Þriðja táknið er þannig væntanlegt á sautján tungumálum í öllum byggðum heimsálfum veraldar á næstu misserum. Þá hefur verið samið um útgáfu á næstu bók Yrsu í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ítalíu. Highfill þykir glöggur útgefandi og Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld, segir Yrsu ekki geta verið í betri höndum í Bandaríkjunum og Kanada. "David Highfill hefur mikla trú á Yrsu og honum er það metnaðarmál að sanna sig hjá nýrri útgáfu. Hann þekkir vel til verka eins og sést best á bókum Patriciu Cornwell og fleiri heimsþekktra höfunda sem hann hefur annast útgáfu á undanfarin ár. Útgáfubækur hans hafa verið tíðir gestir á mestölulistum um víða veröld. Það sýnir sterka stöðu Yrsu að tveir frábærir bandarískir útgefendur skuli dögum saman bjóða hvor á móti öðrum í fyrstu glæpasögu óþekkts íslensks höfundar og þar að auki festa kaup á bók sem enn er óskrifuð," segir Pétur Már. Pétur bendir jafnframt á að íslensk skáldsaga hafi ekki verið boðin upp með þessum hætti áður á Bandaríkjamarkaði enda sé hann líklega einn sá erfiðasti í heimi fyrir þýddar bækur. Eftir að þessi útgáfusamningur er í höfn er Þriðja táknið er væntanleg á markað á sautján tungumálum í Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu. Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Bókaforlagið Veröld hefur gengið frá samningum um útgáfu á Þriðja tákninu eftir Yrsu Sigurðardóttur og næstu bók hennar, sem enn er óskrifuð, í Bandaríkjunum og Kanada. David Highfill, útgáfustjóri hjá HarperCollins, tryggði sér útgáfuréttinn eftir uppboð milli bandarískra bókaforlaga sem stóð í nær tvær vikur. Highfill, sem segir að Þriðja táknið sé frábær frumraun, hefur á liðnum árum gefið út fjölda bóka sem náð hafa efstu sætum metsölulista austan hafs og vestan. Á dögunum var einnig samið um útgáfu á Þriðja tákninu á pólsku, rússnesku, tékknesku, slóvakísku og tælensku. Þriðja táknið er þannig væntanlegt á sautján tungumálum í öllum byggðum heimsálfum veraldar á næstu misserum. Þá hefur verið samið um útgáfu á næstu bók Yrsu í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ítalíu. Highfill þykir glöggur útgefandi og Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld, segir Yrsu ekki geta verið í betri höndum í Bandaríkjunum og Kanada. "David Highfill hefur mikla trú á Yrsu og honum er það metnaðarmál að sanna sig hjá nýrri útgáfu. Hann þekkir vel til verka eins og sést best á bókum Patriciu Cornwell og fleiri heimsþekktra höfunda sem hann hefur annast útgáfu á undanfarin ár. Útgáfubækur hans hafa verið tíðir gestir á mestölulistum um víða veröld. Það sýnir sterka stöðu Yrsu að tveir frábærir bandarískir útgefendur skuli dögum saman bjóða hvor á móti öðrum í fyrstu glæpasögu óþekkts íslensks höfundar og þar að auki festa kaup á bók sem enn er óskrifuð," segir Pétur Már. Pétur bendir jafnframt á að íslensk skáldsaga hafi ekki verið boðin upp með þessum hætti áður á Bandaríkjamarkaði enda sé hann líklega einn sá erfiðasti í heimi fyrir þýddar bækur. Eftir að þessi útgáfusamningur er í höfn er Þriðja táknið er væntanleg á markað á sautján tungumálum í Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu.
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira