Erlent

Búist við sigri Camerons

David Davis
David Davis

Úrslit í leiðtogakjöri í breska Íhaldsflokknum verða tilkynnt í dag. Er kjörkössunum var lokað í gær spáðu flestir því að hinn 39 ára gamli þingmaður David Cameron myndi hafa betur en hinn sautján árum eldri David Davis.

Um 250.000 skráðir meðlimir Íhaldsflokksins kusu á milli þeirra Camerons og Davis í póstkosningu, eftir að frambjóðendum hafði verið fækkað niður í þá tvo í útsláttaratkvæðagreiðslum í þingflokknum. Nýi leiðtoginn verður sá fimmti sem fyrir flokknum fer á átta árum. Hann mun strax á morgun, miðvikudag, fara fyrir stjórnarandstöðunni í kappræðum á þingi við Tony Blair forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×