Barrmikil, fögur jólatré í skógum lands 5. desember 2005 13:45 Brynjólfur Jónsson Ómissandi hluti af jólaskapi æ fleiri Íslendinga er að fara í rómantískan desemberbíltúr með bitgóða sög og dýrindis nesti í þeim tilgangi að velja og höggva sín eigin jólatré. Að sögn Brynjólfs Jónssonar, skógfræðings og framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands, hafa mörg aðildarfélög Skógræktarfélagsins boðið upp á þennan möguleika um árabil, en um land allt eru sérstakir jólaskógar ræktaðir með forkunnar fögrum grenitrjám og stafafuru sem prýða mega stofur landsmanna. "Með hverju árinu sem líður verður ferð í jólaskógana veigameiri og útbreiddari þáttur í jólahaldi þjóðarinnar. Barnafjölskyldur eru mest áberandi í hópi skógarhöggsmanna og fara þá mikið í skógana í kringum Reykjavík og nágrannasveitarfélögin, en einnig er tekið sérstaklega á móti stærri hópum í Brynjudalsskógi í Hvalfirði. Þá myndast oft mikil jólastemming meðal manna, kveiktur er varðeldur, góðgæti lagt á borð og oftar en ekki teknir með jólasveinar til að gera sem mest úr deginum fyrir börnin, sem skemmta sér vitanlega best við leitina að rétta jólatrénu," segir Brynjólfur, en starfsmenn skógræktarfélaganna taka á mót gestum jólaskóganna á ákveðnum tímum allar helgar í desember. "Það er allur gangur á því hvaða stærð jólatrés verður fyrir valinu og fer eftir smekk hvers og eins; en getur verið frá einum metra og upp í þrjá, fjóra. Jólatrén eru nú geysilega falleg og barrmikil eftir liðið sumar og öruggt að enginn verður svikinn af skógarhöggsferð í jólaskóginn til að finna hið fullkomna jólatré fjölskyldunnar. Á staðnum pakka starfsmenn skógræktarfélaganna inn trjánum í net og ganga frá til flutnings, en fyrir hvert tré borga gestir viðráðanlegt verð sem fer eftir stærð trjánna," segir Brynjólfur og bætir við að óhætt sé að höggva sér tré strax í byrjun desember. "Jólatréð er lifandi og fara þarf vel með það svo það standi sem lengst. Mikilvægast er að geyma það utandyra, standandi í vatni. Þá gildir einu hvort frjósi eða ekki, en trén halda barri sínu og fegurð áfram þótt enn séu nokkuð margir dagar til jóla." Um opnunartíma og staðsetningu jólaskóganna má lesa á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands: skog.is Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Ómissandi hluti af jólaskapi æ fleiri Íslendinga er að fara í rómantískan desemberbíltúr með bitgóða sög og dýrindis nesti í þeim tilgangi að velja og höggva sín eigin jólatré. Að sögn Brynjólfs Jónssonar, skógfræðings og framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands, hafa mörg aðildarfélög Skógræktarfélagsins boðið upp á þennan möguleika um árabil, en um land allt eru sérstakir jólaskógar ræktaðir með forkunnar fögrum grenitrjám og stafafuru sem prýða mega stofur landsmanna. "Með hverju árinu sem líður verður ferð í jólaskógana veigameiri og útbreiddari þáttur í jólahaldi þjóðarinnar. Barnafjölskyldur eru mest áberandi í hópi skógarhöggsmanna og fara þá mikið í skógana í kringum Reykjavík og nágrannasveitarfélögin, en einnig er tekið sérstaklega á móti stærri hópum í Brynjudalsskógi í Hvalfirði. Þá myndast oft mikil jólastemming meðal manna, kveiktur er varðeldur, góðgæti lagt á borð og oftar en ekki teknir með jólasveinar til að gera sem mest úr deginum fyrir börnin, sem skemmta sér vitanlega best við leitina að rétta jólatrénu," segir Brynjólfur, en starfsmenn skógræktarfélaganna taka á mót gestum jólaskóganna á ákveðnum tímum allar helgar í desember. "Það er allur gangur á því hvaða stærð jólatrés verður fyrir valinu og fer eftir smekk hvers og eins; en getur verið frá einum metra og upp í þrjá, fjóra. Jólatrén eru nú geysilega falleg og barrmikil eftir liðið sumar og öruggt að enginn verður svikinn af skógarhöggsferð í jólaskóginn til að finna hið fullkomna jólatré fjölskyldunnar. Á staðnum pakka starfsmenn skógræktarfélaganna inn trjánum í net og ganga frá til flutnings, en fyrir hvert tré borga gestir viðráðanlegt verð sem fer eftir stærð trjánna," segir Brynjólfur og bætir við að óhætt sé að höggva sér tré strax í byrjun desember. "Jólatréð er lifandi og fara þarf vel með það svo það standi sem lengst. Mikilvægast er að geyma það utandyra, standandi í vatni. Þá gildir einu hvort frjósi eða ekki, en trén halda barri sínu og fegurð áfram þótt enn séu nokkuð margir dagar til jóla." Um opnunartíma og staðsetningu jólaskóganna má lesa á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands: skog.is
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira