Jólin fundin 28. nóvember 2005 17:00 Athyglisverður titill. Það hafa líklega margir velt því fyrir sér í sívaxandi mæli í gegnum árin hvert þau hafi eiginlega farið. Skrumið og neyslubrjálæðið yfirgengilegra með hverju árinu sem líður. Sjálf jólin löngu týnd. Leitin að jólunum er ferð í tvennum skilningi; ferð á milli ólíkra sagnasviða í Þjóðleikhúsinu og ferð í gegnum tímann. Áhorfendur takast ferðalagið á hendur undir leiðsögn þeirra Raunars og Reyndar, tveggja álfa sem ekki eru sammála um það hvort jólasveinarnir séu til. Raunar er búinn að ákveða að þeir séu ekki til og ætlar að sannfæra mannskapinn um það af nánast trúarlegum tilfinningahita, jafnvel þótt hann bjóði ekki upp á neitt í staðinn. Reyndar veit betur og hefur það hlutverk að leiða hann og áhorfendur í allan sannleikann um tilvist sveinkanna. Leitin að jólunum er byggt Jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum og hefst sýningin í anddyri Þjóðleikhússins, berst síðan upp á pallinn á 2. hæðinni, inn á Kristalssal, síðan upp í rjáfur leikhússins og þak og þaðan alla leið niður í kjallara. Eftir að jólasveinavísurnar hafa verið fluttar í Kristallsalnum með þátttöku barnann, kynnumst við jólunum í íslenskum burstabæ fyrr á öldum þar sem hinir hrekkjóttu jólasveinar hafa stolið öllu steini léttara og aðeins einn þeirra á eftir að koma, Kertasníkir. Það logar á einu kerti í bænum og yngsta barnið á bænum heldur út í storminn til að biðja jólasveinana að skila varningnum - enda jólakötturinn vomandi við bæinn. Á leið til nútímans birtist svo Grýla í öllu sínu veldi og er kannski slæmur fyrirboði. Kannski stal hún jólunum? Eitt er víst að það er lítil jólastemmning í húsi nútímans, aðeins samskiptaleysi og sundurleitni, skapvonska og neysluæði, nema hjá yngsta barninu á bænum. Óborganleg sena. Höfundur leikgerðar, Þorvaldur Þorsteinsson, hefur spunnið látlausa en ákaflega fyndna - svo skemmtilega að þótt alltaf sé mest gaman að fara með börn á barnasýningar, er þetta sýning sem fullorðnir ættu að drífa sig að sjá. Í hlutverki Raunars er Rúnar Freyr Gíslason og vinnur hlutverk þessa æringja af slíkri list að hann hefði átt auðvelt með að halda athyglinni í helmingi lengri sýningu. Þórunn Erna Clausen leikur Reyndar, sem er öllu hæglátari týpa sem ber jólasveina-sönnunarbyrðina. Reyndar temprar sýninguna og Þórunn skilar því hlutverki vel. Þær Guðrún Gísladóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir leika mæðgurnar á báðum heimilum sýningarinnar og gera það óaðfinnanlega. Tónlistin sem flutt er af þeim Darra Mikaelssyni og Vadim Federov er skemmtilega fjölbreytt, eins og stutt yfirlit yfir tónlistarsöguna hver og ein jólasveinavísa fær sitt lag, jafnvel tangó og rapp. Búningar eru fallegir og gervi vel unnin. Leikstjórinn heldur listilega vel um þræðina á þessu ánægjulega ferðalagi svo aldrei er dauð stund og athygli áhorfandans tapast ekki hið minnsta, heldur byggist eftirvæntingin upp eftir því sem líður á sýninguna. Svei mér þá, ef jólin er ekki bara að finna í þessari sýningu. Þjóðleikhúsið: Leitin að jólunum Byggt á Jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum Höfundur leikgerðar: Þorvaldur ÞorsteinssonTónlist: Árni EgilssonLeikmynd: Geir Óttar GeirssonBúningar: Þórunn Elísabet SveinsdóttirLýsing: Ásmundur KarlssonTónlistarstjórn og útsetningar: Davíð Þór JónssonGrímugerð: Stefán Jörgen ÁgústssonLeikarar og hljóðfæraleikarar:- Rúnar Freyr Gíslason - Þórunn Erna Clausen - Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir - Hrefna Hallgrímsdóttir - Guðrún Gísladóttir - Darri Mikaelsson - Vadim FederovLeikstjóri: Þórhallur Gunnarsson Menning Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Sjá meira
Athyglisverður titill. Það hafa líklega margir velt því fyrir sér í sívaxandi mæli í gegnum árin hvert þau hafi eiginlega farið. Skrumið og neyslubrjálæðið yfirgengilegra með hverju árinu sem líður. Sjálf jólin löngu týnd. Leitin að jólunum er ferð í tvennum skilningi; ferð á milli ólíkra sagnasviða í Þjóðleikhúsinu og ferð í gegnum tímann. Áhorfendur takast ferðalagið á hendur undir leiðsögn þeirra Raunars og Reyndar, tveggja álfa sem ekki eru sammála um það hvort jólasveinarnir séu til. Raunar er búinn að ákveða að þeir séu ekki til og ætlar að sannfæra mannskapinn um það af nánast trúarlegum tilfinningahita, jafnvel þótt hann bjóði ekki upp á neitt í staðinn. Reyndar veit betur og hefur það hlutverk að leiða hann og áhorfendur í allan sannleikann um tilvist sveinkanna. Leitin að jólunum er byggt Jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum og hefst sýningin í anddyri Þjóðleikhússins, berst síðan upp á pallinn á 2. hæðinni, inn á Kristalssal, síðan upp í rjáfur leikhússins og þak og þaðan alla leið niður í kjallara. Eftir að jólasveinavísurnar hafa verið fluttar í Kristallsalnum með þátttöku barnann, kynnumst við jólunum í íslenskum burstabæ fyrr á öldum þar sem hinir hrekkjóttu jólasveinar hafa stolið öllu steini léttara og aðeins einn þeirra á eftir að koma, Kertasníkir. Það logar á einu kerti í bænum og yngsta barnið á bænum heldur út í storminn til að biðja jólasveinana að skila varningnum - enda jólakötturinn vomandi við bæinn. Á leið til nútímans birtist svo Grýla í öllu sínu veldi og er kannski slæmur fyrirboði. Kannski stal hún jólunum? Eitt er víst að það er lítil jólastemmning í húsi nútímans, aðeins samskiptaleysi og sundurleitni, skapvonska og neysluæði, nema hjá yngsta barninu á bænum. Óborganleg sena. Höfundur leikgerðar, Þorvaldur Þorsteinsson, hefur spunnið látlausa en ákaflega fyndna - svo skemmtilega að þótt alltaf sé mest gaman að fara með börn á barnasýningar, er þetta sýning sem fullorðnir ættu að drífa sig að sjá. Í hlutverki Raunars er Rúnar Freyr Gíslason og vinnur hlutverk þessa æringja af slíkri list að hann hefði átt auðvelt með að halda athyglinni í helmingi lengri sýningu. Þórunn Erna Clausen leikur Reyndar, sem er öllu hæglátari týpa sem ber jólasveina-sönnunarbyrðina. Reyndar temprar sýninguna og Þórunn skilar því hlutverki vel. Þær Guðrún Gísladóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir leika mæðgurnar á báðum heimilum sýningarinnar og gera það óaðfinnanlega. Tónlistin sem flutt er af þeim Darra Mikaelssyni og Vadim Federov er skemmtilega fjölbreytt, eins og stutt yfirlit yfir tónlistarsöguna hver og ein jólasveinavísa fær sitt lag, jafnvel tangó og rapp. Búningar eru fallegir og gervi vel unnin. Leikstjórinn heldur listilega vel um þræðina á þessu ánægjulega ferðalagi svo aldrei er dauð stund og athygli áhorfandans tapast ekki hið minnsta, heldur byggist eftirvæntingin upp eftir því sem líður á sýninguna. Svei mér þá, ef jólin er ekki bara að finna í þessari sýningu. Þjóðleikhúsið: Leitin að jólunum Byggt á Jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum Höfundur leikgerðar: Þorvaldur ÞorsteinssonTónlist: Árni EgilssonLeikmynd: Geir Óttar GeirssonBúningar: Þórunn Elísabet SveinsdóttirLýsing: Ásmundur KarlssonTónlistarstjórn og útsetningar: Davíð Þór JónssonGrímugerð: Stefán Jörgen ÁgústssonLeikarar og hljóðfæraleikarar:- Rúnar Freyr Gíslason - Þórunn Erna Clausen - Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir - Hrefna Hallgrímsdóttir - Guðrún Gísladóttir - Darri Mikaelsson - Vadim FederovLeikstjóri: Þórhallur Gunnarsson
Menning Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið