Innlent

Tæknileg vandamál ekki lengur hindrun

Fulltrúar Íslands Halla Björg Baldursdóttir og Ármann Kr. Ólafsson.
Fulltrúar Íslands Halla Björg Baldursdóttir og Ármann Kr. Ólafsson.

Á nýlokinni ráð­herra­ráð­stefnu Evrópu­sam­bands­ins um raf­ræna stjórn­sýslu var mótuð stefna um að gera Evrópu leiðandi í notkun upp­lýsinga­tækni. Ráðstefnan var haldin í Man­chest­er á Englandi, en til þátttöku var boðið fulltrúum aðildarríkja ESB ásamt full­trúum EFTA-ríkja og ríkja sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu.

Sam­þykkt var yfir­lýs­ing sem gerir ráð fyrir að tækni­leg vanda­mál séu ekki lengur hindr­un varð­andi notkun upplýsinga­tækni í stjórn­sýslu. Sett voru fram mark­mið sem varða aðgengi allra borg­ara að raf­rænni stjórn­sýslu, hag­ræð­ingu og skil­virkni í stjórn­sýsl­unni, bætta þjón­ustu sem mið­ast við þarf­ir ein­stak­linga og að raf­ræn skil­ríki verði gjald­geng innan alls evrópska efna­hags­svæðis­ins.

Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðar­maður fjármálaráðherra, fór fyrir ís­lensku sendi­nefnd­inni, sem einnig var skipuð Höllu Björgu Baldurs­dóttur verkefna­stjóra í rafrænni stjórnsýslu hjá for­sætis­ráðu­neytinu, Haraldi Bjarna­syni sér­fræð­ingi í fjár­mála­ráðu­neytinu og Indriða H. Þorlákssyni ríkis­skattstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×