Innlent

Krefst tveggja ára fangelsis

Ástþór Magnússon segir fréttir DV vera algjöra steypu og kveðst ekki vera með neina gaura á sínum snærum.
Ástþór Magnússon segir fréttir DV vera algjöra steypu og kveðst ekki vera með neina gaura á sínum snærum.

"Þetta er algjör steypa, ég veit ekki um neina gaura sem hafa komið þarna á mínum vegum. Ég þekki enga gaura sem ættu að hafa komið þarna," segir Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Ástþór hefur nú kært ritstjórn DV fyrir að birta um sig frétt með fyrirsögninni "Ástþór sendi átta vopnaða hrotta á leigjanda". Hann krefst þess að þeir blaðamenn sem hlut eiga að máli verði dæmdir í tveggja ára fangelsi.

Ástþór hefur einnig kært 23 verslunarstjóra í verslunum Bónuss fyrir að birta auglýsingar DV í verslunum þar sem hann telur það vera brot á almennum hegningarlögum að birta það sem hann kallar tilhæfulausar lygar og rógburð á veggjum í verslunum.

Um efni fréttarinnar segist Ástþór ekki hafa lesið hana. Hann staðfestir að hann leigi út íbúð í Vogaseli og segir leigjendurna hvorki hafa borgað leigu né skilað tryggingavíxli.

"Ég sendi þeim símskeyti þar sem samningnum er rift. Það eru einu samskipti mín við þetta fólk. Kannski eru nýjir eigendur ritsímans farnir að fara um með vopnaðar sveitir til þess að afhenda símskeyti," segir Ástþór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×