Innlent

Vill dóm um hæfi Björns

Sigurður Tómas magnússon settur saksóknari. Hann vill einnig fá úrskurð Hæstaréttar um hæfi dómsmálaráðherra til að skipa sig sérstakan saksóknara.
Sigurður Tómas magnússon settur saksóknari. Hann vill einnig fá úrskurð Hæstaréttar um hæfi dómsmálaráðherra til að skipa sig sérstakan saksóknara.

Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, kærði í gær til Hæstaréttar þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að honum sé ekki heimilt að fjalla um þá átta ákæruliði sem enn eru fyrir dómstólum. Sigurður Tómas kveðst gera þá kröfu að úrskurðurinn verði felldur úr gildi og viðurkennt verði almennt og sérstakt hæfi hans til saksóknar í málinu.

Sigurður Tómas æskir þess einnig að Hæstiréttur dæmi um það hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að setja hann sérstakan saksóknara til að fjalla um umrædda ákæruliði. Ekki reyndi á það atriði þegar úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag um að Sigurður Tómas væri ekki bær til þess að fjalla um málið.

Settur saksóknari og verjendur sakborninga í Baugsmálinu hafa frest til þess að skila greinargerðum vegna kærunnar til klukkan 16 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×