Innlent

Samvinna á sviði ferðamála

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, sem staddur er í Kína, ræddi við Shao Qiwei, ferðamálaráðherra Kína, á fundi í fyrradag. Þar kom fram sameiginlegur áhugi ráðherranna á að auka samskipti þjóðanna á sviði ferðamála.

Kínverski ferðamálaráðherrann sagði að gríðarleg tækifæri fælust í auknum fjölda ferðamanna frá Kína fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Shao Qiwie og Sturla Böðvarsson ræddu einnig möguleg skipti sérfræðinga í ferðaþjónustu á milli landa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×