Innlent

Tengivagn féll á fólksbíl

Ung kona á fólksbíl var hætt komin í gærkvöldi þegar stór tengivagn, sem flutningabill dró, valt undan vindhviðu og varð fólksbíllinn undir tengivagninum. Fólksbíllinn var kyrrstæður vel úti í kanti þegar flutningabíllinn kom akandi sömu megin vegar og fólksbíllinn. Þakið á fólksbílnum lagðist niður og þurftu björgunarmen að beita klippum til að ná konunni úr flakinu. Hún var flutt á sjúkrahús og reyndist hafa sloppið ótrúlega vel miðað við atvikið en hún á eftir að gangast undir rannsóknir vegna verkja í baki og hálsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×