Innlent

Fangaflutningar um Keflavík

Keflavíkurflugvöllur.  Flugvél CIA lenti með fanga sem beita má pyntingum við yfirheyrslur. Danir hafa sagt yfirvöldum í Bandaríkjunum að þeir kæri sig ekki um slíkt flug í sinni lofthelgi.
Keflavíkurflugvöllur. Flugvél CIA lenti með fanga sem beita má pyntingum við yfirheyrslur. Danir hafa sagt yfirvöldum í Bandaríkjunum að þeir kæri sig ekki um slíkt flug í sinni lofthelgi.

Flugvél leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, sem flutti fanga og meinta hryðjuverkamenn þangað sem leyfilegt er að pynta við yfirheyrslur lenti á Keflavíkurflugvelli í mars og hafði þar sólarhrings viðdvöl. Flugmálayfirvöld staðfestu þetta við fréttastofu Útvarpsins að því er fram kom í útvarpsfréttum í gær.

"Það er ekkert skrýtið að CIA er að pukrast með þessa flutninga," segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður vinstri grænna. "Þar sem fæstar þjóðir kæra sig um slíka flutninga í sinni lofthelgi og hvað þá á sínum flugvöllum. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð á hinum Norðurlöndunum og Danir hafa til dæmis komið því á framfæri við Bandaríkjastjórn að þeir kæri sig ekkert um þetta og að sjálfsögðu ættum við að gera það líka."

Íslandsdeild Amnesty International sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld. Þar er lýst þungum áhyggjum vegna málsins. Steingrímur spurði utanríkisráðherra á Alþingi í þar síðustu viku út í þessa flutninga. "Ég hef ýmis gögn undir höndum sem gerir það að verkum að ég hef full rök fyrir því að fara fram með þessa fyrirspurn," segir Steingrímur sem segist vilja bíða svara utanríkisráðherra áður en hann tjáir sig frekar um málið. Ekki náðist í utanríkisráðherra vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×