Innlent

Borgin tekur á móti flóttafólki

Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytið hafa undirritað samning þess efnis að borgin sinni móttöku og þjónustu við flóttafólk sem hingað er komið frá Kólumbíu og Bosníu. Alls hafa 31 flúið hingað undan stríðsátökum í heimalöndum sínum, þar af átján börn.

Fólkið hefur þegar komið sér fyrir í Reykjavík og stunda hinir fullorðnu íslenskunám af krafti en börnin hafa þegar hafið nám í skólum. Þykir fólkið hafa aðlagast vel á stuttum tíma. Um samvinnuverkefni er að ræða milli borgarinnar, félagsmálaráðuneytisins og Rauða kross Íslands. Hefur fólkið öflugan hóp stuðningsfjölskyldna hér á landi sem eru sjálfboðaliðar á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Gert er ráð fyrir að stærstur hluti hinna fullorðnu fari út á vinnumarkaðinn að loknum sex mánaða aðlögunartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×