Innlent

Sex í framboði

Alls hafa sex manns gefið kost á sér til forvalskosninga hjá vinstri grænum í Kópavogi en kosið verður um fyrstu fjögur sæti listans þann 26. nóvember næstkomandi.

Um er að ræða Ólaf Þór Gunnarsson, öldrunarlækni, Þorleif Friðriksson, sagnfræðing, Emil Hjörvar Petersen, háskólanema, Guðbjörgu Sveinsdóttur, geðhjúkrunarfræðing, Láru Jónu Þorsteinsdóttur, sérkennara og Sindra Kristinsson, nema.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×