Innlent

Framboðið ákveðið á föstudaginn

Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson

Björn Ingi Hrafnsson lýsti yfir framboði sínu til fyrsta sætis í prófkjöri Framsóknarflokksins á laugardaginn.

Hvenær ákvaðstu að fara í framboð?

Ég ákvað það endanlega á föstudaginn. Þetta hefur legið í loftinu og ég hef verið að hugsa minn gang en nafn mitt hefur komið fram í þessari umræðu nokkrum sinnum. Skoðanakannanir hafa sýnt að við eigum á brattann að sækja en framsóknarmenn eru bæði bjartsýnir og raunsæir og hafa líka sýnt að þeir geta komið á óvart.

Var það mikilvægt að Alfreð skyldi hætta?

Já, það var mikilvægt. Hann hefur verið leiðtogi okkar og ég hef áður lýst því yfir að ég studdi hann. Eftir að það var ljóst að hann hygðist ekki sækja eftir endurkjöri ákvað ég að eyða allri óvissu og uppfylla óskir fjölda stuðningsmanna.

Áttir þú einhvern þátt í brotthvarfi Alfreðs?

Nei, Alfreð hefur lýst því yfir að hann hafi sjálfur tekið þessa ákvörðun Hann er fullfær um að taka slíkar ákvarðanir sjálfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×