Innlent

Keppandi fær ekki bætur

Hæstiréttur hefur stað­fest dóm Héraðs­dóms Reyk­ja­vík­ur frá því í byrjun árs um að stúlka sem tók þátt í fegurðar­sam­keppn­inni Ungfrú Ísland.is fái ekki bæt­ur vegna slyss sem hún lenti í við kynningu á aksturskeppni. Slysið átti sér stað í mars 2001 en kynningin fólst í að aka tor­færu­tæki.

 Stúlkan missti stjórn á tækinu og fékk hnykk á hálsinn. Stúlkan vildi fá tæpar tvær milljónir í bætur frá aðstand­endum Ungfrú Ísland.is, sem tekið var til gjalþrotaskipta árið 2003 og frá ríkinu vegna þess að lögregla hefði gert mistök að líta ekki á atburðinn sem aksturskeppni. Hún þarf þess í stað að greiða 750.000 krónur í málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×