Lífið

Alþjóðleg tónlistarkeppni

Hljómsveitin Shima komst áfram eftir fyrsta undanúrslitakvöldið sem var háð á miðvikudag.
Hljómsveitin Shima komst áfram eftir fyrsta undanúrslitakvöldið sem var háð á miðvikudag.

Hin alþjóðlega tónlistarkeppni "The global battle of the bands" fer þessa dagana fram í Hellinum, tónleikasal Félags Tónlistarþróunarmiðstöðvar.

Keppnin er haldin í alls 24 löndum og munu sigurhljómsveitirnar úr hverju landi fyrir sig slást um stóra vinninginn í London þann 7. desember. Þetta er annað árið í röð sem keppnin er haldin hér á landi, en í fyrra sigraði hjómsveitin Lights on the Highway og keppti fyrir hönd Íslands í London.

Tveimur undanúrslitakvöldum er lokið en það þriðja í röðinni fer fram næsta miðvikudagskvöld klukkan 20.00. Lokakvöldið verður síðan haldið 26. nóvember þar sem sigursveitirnar úr undanúrslitakvöldunum keppa innbyrðis um farmiðann til London.

Dómnefnd keppninnar er skipuð þeim Smára Jósepssyni, Ólafi Páli Gunnarssyni, Andreu Jónsdóttur, Trausta Júlíussyni og Davíð Sigurðarsyni. Atkvæði áhorfenda gilda tuttugu prósent á undanúrslitakvöldunum en í úrslitunum ræður dómnefndin öllu.

Miðaverð er 500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.