Innlent

Neytendastofa vísar kæru frá

Neytendastofa hefur vísað frá kæru Harðviðar ehf. á hendur Sifjar ehf. vegna notkunar þess síðarnefnda á léninu hardvidur.is. Var kæran lögð fram þar sem fyrirtækið Harðviður taldi sig eiga tilkall til lénsins á grundvelli þess að það heiti væri nátengt tilgangi félagsins.

Á þessi rök féllst Neytendastofa ekki þar sem Sif ehf. stundar sams konar innflutning og sölu og Harðviður ehf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×