Innlent

80 fyrir­lestrar á einum degi

Hugvísindaþing 2005 verður haldið í sjö kennslustofum í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst klukkan hálfníu að morgni föstudags. Á þinginu verða fluttir um átta­tíu fyrirlestrar á sviði hug­vís­ind­anna, um guðfræði, mál­vís­indi, tungu­mál, sagnfræði og heim­speki.

Meðal annars verða fyrirlestrar um píslarsöguna og um stöðu þjóð­kirkjunnar. Þá verður fjallað um mál­töku barna og talmein. Borin verða saman orðatiltæki ólíkra tungumála, fjallað um karl­mennsk­una, fjölmiðla og margt fleira. Að þinginu standa hugvís­inda­deild Háskólans, auk guð­fræði­deild­ar, Hug­vísinda­stofn­unar og Guð­fræðistofnunar. Dagskráin er á slóðinni www.hugvis.hi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×